Búinn að yngja upp eftir Aniston

Jennifer Aniston og Justin Theroux tilkynntu um skilnað sinn í ...
Jennifer Aniston og Justin Theroux tilkynntu um skilnað sinn í febrúar. MARK DAVIS

Leikarinn Justin Theroux er sagður vera kominn með nýja dömu upp á arminn eftir sambandsslitin við eiginkonu sína Jennifer Aniston. Er hann sagður vera að hitta hina 25 ára gömlu Petru Collins. 

Collins er 25 ára gömul listakona og því 21 ári yngri en Theroux sem er 46 ára. Collins er einnig þekkt fyrir að vera góð vinkona söngkonunnar Selenu Gomez. Daily Mail greindi frá því að Gomez væri hætt að fylgja Collins á Instagram en Gomez er einnig góð vinkona Jennifer Aniston. 

Theroux og Aniston tilkynntu um sambandsslit sín um miðjan febrúar en ákvörðunin var tekin í lok síðasta árs. Stuttu fyrir tilkynninguna birti Theroux mynd af Collins á Instagram-síðu sinni en þau tvö eru sögð hafa eytt miklum tíma saman að undanförnu. 

Petra Collins.
Petra Collins. AFP

@adamselman 🐾💦🤫 takeover by @petrafcollins 🦄

A post shared by @ justintheroux on Feb 8, 2018 at 7:14pm PSTmbl.is