Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Baltasars

Baltasar Kormákur leikstýrir Adrift.
Baltasar Kormákur leikstýrir Adrift. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrsta stikla Adrift birtist í dag, miðvikudag. Baltasar Kormákur leikstýrir myndinni sem verður frumsýnd á Íslandi þann 1. júní næstkomandi. 

Mynd­in er byggð á sann­sögu­leg­um at­b­urðum sem fjalla um sigl­ingu Tami Old­ham og unn­usta henn­ar, Rich­ard Sharp. Þau lögðu af stað upp í sigl­ingu frá Tahiti í blíðvirði en lentu í miðjum felli­byl. Old­ham rotaðist og vaknaði síðar ein og yf­ir­gef­in.

Leikkonan Shai­lene Woodley leikur Oldham í myndinni en Woodley hefur verið á hraðri uppleið í Hollywood undafarin misseri. Leikarinn Sam Claflin fer svo með hlutverk Sharp. 

mbl.is