Sjaldséðar hrukkur á fimmtugri Kidman

Nicole Kidman lítur út fyrir að hafa elst um nokkur …
Nicole Kidman lítur út fyrir að hafa elst um nokkur ár í nýja hlutverkinu. skjáskot/Instagram

Nicole Kidman er við tökur í New York um þessar mundir en miðað við myndir af setti lítur hin 50 ára gamla leikkona út fyrir að hafa elst um nokkur ár eða að minnsta kosti aldrei sest í stól hjá lýtalækni. 

Kidman er þekkt fyrir slétta húð og hefur lítið breyst síðastliðin 20 ár. Unglegt útlit Kidman fær þó ekki að njóta sín í myndinni The Goldfinch þökk sé förðunarfræðingum og hárkollumeisturum. 

Áhugi Kidman á lýtalækningum hefur lengi verið sagður mikill. Árið 2013 sagði hún viðtali að hún hafi prófað bótox en það væri farið og hún gæti loksins hreyft á sér andlitið aftur. Í viðtali við The Telegraph í fyrra gat lýtalæknirinn Michael Prager sér til um að hún væri með fyllingu í bæði enninu og hökunni. Hann segir að í dag séu fyllingar ekki jafnþykkar og -miklar og einu sinni og auðvelt sé að hreyfa andlitið. 

Nicole Kidman heldur sér unglegri.
Nicole Kidman heldur sér unglegri. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes