Engin spútník hönnun

Grunnhugmyndin á bakvið hönnu landsliðsbúninginn er vísun í einkenni landsins, …
Grunnhugmyndin á bakvið hönnu landsliðsbúninginn er vísun í einkenni landsins, eldinn, ísinn, hraunið og vatnið. Mynd/KSÍ

„Mér finnst þetta ekkert slæm niðurstaða, en maður hefur alveg séð þetta áður,“ sagði Selma Ragnarsdóttir, klæðskeri og kjólameistari, í Magasíniniu á K100. Hún harmar þó að íslenskir hönnuðir hafi ekki verið fengnir að hönnun búningsins.

Ný landsliðstreyja var frumsýnd í gær hjá Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ), en það er Errea sem hannar og framleiðir treyjuna. Mikill áhugi hefur verið fyrir búningnum undanfarna daga og hafa fyrirspurnir um hana borist allt frá Ástralíu til Spánar samkvæmt heimasíðu KSÍ. 

Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fékk fyrsta búninginn og hafði hann þetta að segja um treyjuna: „Upp er runnin söguleg stund þegar ég tek nú við fyrstu treyjunni sem spilað verður í, á fyrsta heimsmeistaramóti í knattspyrnu sem Ísland tekur þátt í. Það sem skiptir þó meira máli eru þeir sem verða í henni - við þurfum að finna stoltið og gleðina sem fylgir því að spila fyrir Ísland. Takk, treyjan lítur vel út - þar með er það ákveðið.“

Hér að neðan má sjá treyjuna í mismunandi litum og smelltu hér  til að sjá sögu landsliðsbúningsins. 

Einnig má nálgast viðtalið við Selmu hér að neðan. 

 


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes