Ætlar að þegja heilan kennsludag

Karl Jóhann Garðarson sögukennari í MH ætlar að þegja í …
Karl Jóhann Garðarson sögukennari í MH ætlar að þegja í kennslutímum sínum á morgun. Ljósmynd/Elisabeth Patriarca Kruger

Karl Jóhann Garðarson sögukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð stendur fyrir áheitasöfnun í tengslum við góðgerðarviku á vegum nemendafélagsins. Ef hann nær að safna 20 þúsund krónum ætlar hann að þegja heilan kennsludag. 

Karl Jóhann segir að góðgerðarvikan sé gott tilefni til þess að láta gott af sér leiða. „Núna er safnað fyrir BUGL og þar er nú þörf á stuðningi og auðvitað hafa nemendur mínir notið góðs af aðstoð þaðan og í sumum tilfellum hreinlega bjargað lífi unga fólksins okkar,“ segir Karl Jóhann í samtali við mbl.is. 

„Ég hugsaði að það væri sjálfsagt umframframboð af símasandi kennurum en að einhverjum gæti nú þótt gaman af því að láta kennarann sinn halda kjafti svona einu sinni. Það þarf jú einhver að vera tilbúinn að borga fyrir áheitið og þá er gaman að bjóða upp á eitthvað glens.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Karl Jóhann tekur upp á einhverju í góðgerðarvikunni. Árið 2009 var líka safnað fyrir BUGL og þá fengu nemendur hans að sparka í hann en það endaði illa. „Ég fór á spítala með rofið milta og endaði á því að fara í hjartastopp þar í tvær mínútur. Síðan þá hef ég stundum tekið þátt í góðgerðarvikum NFMH en jafnan passað mig á að gera ekki alltof heimskulega hluti,“ segir Karl Jóhann og segir það betra að þegja en að deyja. 

„Viðbrögðin núna hafa verið góð, ég tók einn hring um skólann í hádeginu í gær og það safnaðist nánast öll upphæðin. Bæði nemendur og ekki síður samkennarar mínir eru annað hvort ólmir í að fá smá frið eða svona hjartahlý að þau vilja styrkja gott málefni - ég læt það liggja milli hluta hvort það er.“

„Á morgun fimmtudag er svo komið að þagnardeginum og það verður bara svolítið að koma í ljós hvernig gengur að kenna og aðstoða í þögn. Ætli það verði ekki svolítið af actionary og pictionary tilraunum? Þetta verður forvitnilegt fyrir mig og nemendur, þau hafa að minnsta kosti tekið vel í þessa hugmynd hingað til.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes