Harry Potter-krakkarnir hafa fullorðnast

Matthew Lewis, Emma Watson og Tom Felton rifjuðu upp gömul ...
Matthew Lewis, Emma Watson og Tom Felton rifjuðu upp gömul kynni. skjáskot/Instagram

Leikkonan Emma Watson rifjaði upp gömul kynni við leikarana Matthew Lewis og Tom Felton á dögunum en þau léku skólafélaga í Hogwartsskólanum í myndunum um Harry Potter. Fóru þau með hlutverk Hermione Granger, Neville Longbottom og Draco Malfoy.

Á mynd sem Felton birti á Instagram virðast þau vera hæstánægð með að hafa hist þó svo að í myndunum hafi þau ekki alltaf verið vinir. 

Daily Mail rifjaði upp gamalt viðtal við Watson þar sem hún greindi frá því að hafa verið rosalega skotin í Felton þegar hún var tíu til tólf ára. „Við elskum vonda stráka, hann var nokkrum árum eldri og átti hjólabretti, og það var í raun nóg,“ sagði Watson. Felton vissi af þessu og sagði öllum frá að hann liti á hana sem systur sína, eitthvað sem fór illa í Watson. 

Tom Felton, Matthew Lewis, Emma Watson, ásamt Jamie Waylett í ...
Tom Felton, Matthew Lewis, Emma Watson, ásamt Jamie Waylett í hlutverkum sínum. ljósmynd/Warner Bros
mbl.is