Spennt en stressuð

Eva Longoria stilti sér upp við stjörnuna sína.
Eva Longoria stilti sér upp við stjörnuna sína. AFP

Leikkonan Eva Longoria fékk stjörnu á stéttina við hátíðlega athöfn í Hollywood í gær, mánudag. Vinir Longoriu voru mættir til þess að fagna stjörnunni sem er númer 2.634. 

Longoria sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í Aðþrengdum eiginkonum sagði í viðtali við People að hún væri til í endurkomu. „Ég elskaði alltaf Gaby Soli, ég sakna þess að vera hún,“ sagði Longoria. 

Næstu mánuðir eru þó þéttbókaðir hjá Longoriu en hún á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum José Antonio Bastón. Longoria sem er 43 ára segist vera spennt fyrir fæðingunni en líka stressuð. Hún verður þó umkringd fólki sem styður hana en hún segir að öll fjölskyldan muni mæta á spítalann þó svo að þau verði ekki öll inn i á fæðingarstofunni með henni og eiginmanninum. 

Felicity Huffman, Anna Faris og Ricky Martin fögnuðu með Evu ...
Felicity Huffman, Anna Faris og Ricky Martin fögnuðu með Evu Longoriu. AFP
Victoria Beckham fangaði með vinkonu sinni.
Victoria Beckham fangaði með vinkonu sinni. AFP
Eva Longoria og Melanie Griffith.
Eva Longoria og Melanie Griffith. AFP
mbl.is