Er hún að tapa sér á samfélagsmiðlunum?

Heidi Klum birti þessa mynd úr ljósmyndatöku fyrir MAXIM á ...
Heidi Klum birti þessa mynd úr ljósmyndatöku fyrir MAXIM á dögunum á Instagram reikningi sínum. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Heidi Klum virðist vera að ganga lengra en við höfum áður séð með að sýna líkama sinn og nekt á samfélagsmiðlum. Súpermódelið sem hefur verið undirfatamódel fyrir Victoria Secret er fjögurra barna móðir en lætur það ekki stoppa sig í að taka sjálfu á undirfötunum heima hjá sér.

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum) on Apr 19, 2018 at 7:17pm PDT

Klum sem er 44 ára tilkynnti á dögunum að hún væri komin í nýtt ástarsamband við gítarleikarann Tom Kaulitz, 28 ára. 

Áhugasamir um þýska súpermódelið sem fylgja henni á Instagram segja hana alltaf hafa verið sjálfsörugga með líkama sinn en hún sé að ganga mun lengra en áður þekkist. Í lok síðasta mánaðar tilkynnti karlatímaritið MAXIM að hún yrði á forsíðu blaðsins í sumar  fáklædd. 

Hún segir á heimasíðu MAXIM að hún miði sig ekki við sig sjálfa eða yngri konur í dag. En auðvitað sé hún meðvituð um aldur sinn enda mikið spurð út í það. „Ef ég gæti farið aftur í tímann, myndi ég njóta augnabliksins betur. Þegar ég var yngri var ég alltaf að hugsa fram í tímann og hvernig ég gæti komist þangað fyrr. Í dag vildi ég að ég hefði verið meira til staðar í fortíðinni, að ég hefði notið augnabliksins betur og geymt það í minningunni.“

Heidi Klum er að fara nýja leið með því að ...
Heidi Klum er að fara nýja leið með því að setja fram að öryggi sé fallegt. Hún sýnir líkamann meira en hún er vön. Ljósmynd/skjáskot forsíðu MAXIM

mbl.is