Oprah og Clooney meðal gesta

Oprah Winfrey er mætt til brúðkaupsins. Hún heldur í konunglegar …
Oprah Winfrey er mætt til brúðkaupsins. Hún heldur í konunglegar hefðir og mætir með hvítan fjaðraskrýddan hatt til athafnarinnar. AFP

Breskir fjölmiðlar eru nú uppfullir af fréttum um hvaða stórstjörnur séu mættar til að vera viðstaddar brúðkaup Meghan Markle og Harrys Bretaprins. Sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey sást ganga að Windsor-kastala þar sem brúðkaupið fer fram og leikarinn Idris Elba er einnig meðal gesta.George og Amal Clooney eru nú einnig mætt á svæðið. Þá hefur einnig sést til söngvarans James Blunt og hjónanna David og Victoriu Beckham. Einnig eru leikarar úr þættinum Suits, sem Meghan lék í, á gestalistanum sem telur um 600 manns. Þá eru einnig tvær fyrrverandi kærustur Harrys, Chelsy Davy og Cressida Bonas, mættar til athafnarinnar sem og tennisstjarnan Serena Williams.

Oprah sást í London í gærkvöldi þar sem hún sótti leiksýningu. Hún tók ítarlegt viðtal við móður Meghan, Doriu Ragland í mars vegna sérstaks þáttar um Meghan. Sagt er að þær hafi m.a. rætt kynþáttaníð en Ragland er svört.

Þá hefur því verið ljóstrað upp að Harry og Meghan hafi valið Cleave and Company til að gera giftingarhringana. Í hring Meghan er m.a. velskt gull sem Elísabet Englandsdrottning gaf parinu. Hefð er fyrir því að giftingarhringar kóngafólksins séu úr velsku gulli sem það finnst á tveimur stöðum í Wales og er mjög fágætt. Það er Vilhjálmur prins, bróðir Harrys og svaramaður hans í brúðkaupinu, sem mun koma með hringana til kapellu heilags Georgs við Windsor-kastala í dag. Athöfnin hefst klukkan 11 að íslenskum tíma.

Breski leikarinn Idris Elba ásamt unnustu sinni, Sabrina Dhowre, við …
Breski leikarinn Idris Elba ásamt unnustu sinni, Sabrina Dhowre, við Windsor-kastala í dag. AFP
George og Amal Clooney mæta til brúðkaupsins.
George og Amal Clooney mæta til brúðkaupsins. AFP
David og Victoria Beckham eru mætt.
David og Victoria Beckham eru mætt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes