Fresta brúðkaupsferðinni

Harry prins og Meghan Markle slá ekki slöku við eftir brúðkaup sitt í gær heldur munu þegar í stað hefja störf sín fyrir konungsfjölskylduna. Nú sem hertoginn og hertogaynjan af Sussex. Þau ætla því að slá brúðkaupsferðinni á frest um hríð.

Meghan og Harry gengu í hjónaband í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala í gær. Um 100 þúsund manns höfðu safnast saman á götum úti til að sjá þegar þau fóru um í hestvagni að athöfninni lokinni. 600 ástvinum var boðið til athafnarinnar og um 200 til veislu um kvöldið

Hjónin brostu breitt er þau stigu upp í gamlan Jaguar á leið sinni til veislunnar í gærkvöldi en til hennar bauð Karl Bretaprins, faðir Harrys. Í veislunni var það leikarinn vinsæli Idris Elba sem m.a. tók að sér hlutverk plötusnúðs. 

Meghan og Harry skiptu í þægilegri klæðnað áður en þau …
Meghan og Harry skiptu í þægilegri klæðnað áður en þau fóru til veislunnar. AFP

George og Amal Clooney og Serena Williams voru á gestalistanum fyrir veisluna sem fór fram í húsi á lóð Windsor-kastala. 

Meghan klæddist brúðarkjól frá Givenchy-tískuhúsinu en fyrir veisluna skipti hún yfir í annan kjól sem var hannaður af Stellu McCartney. Á fingri hafði hún þá hring sem var í eigu Díönu heitinnar, móður Harrys.

Hjónin ætla ekki að fara strax í brúðkaupsferð. Strax á þriðjudag munu þau hefja störf samkvæmt konunglegum skyldum sínum og verða viðstödd garðveislu sem haldin er til góðgerðarmála í Buckingham-höll.

Meghan og Karl tengdafaðir hennar eru sögð hafa myndað sterk tengsl og það var hann sem fylgdi henni inn kirkjugólfið í gær þar sem faðir hennar var fjarri góðu gamni vegna veikinda.

Hertoginn og hertogaynjan af Sussex óku á gömlum Jaguar til …
Hertoginn og hertogaynjan af Sussex óku á gömlum Jaguar til veislunnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes