Brynjar kominn með sumarklippinguna

Nýja klippingin hans Brynjars Níelssonar.
Nýja klippingin hans Brynjars Níelssonar. Twitter/Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er nýkominn úr klippingu. Hann tísti um nýju klippinguna á Twitter og sagði rakarann hafa tekið öll völdin.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona og ritari Sjálfstæðisflokksins birti mynd af klippingunni á Twitter ásamt kveðju. Brynjar er nýbyrjaður að nota Twitter en Áslaug Arna kynnti hann fyrir samfélagsmiðlinum. Óvíst er um hvort þingmaðurinn ætli í sveitina að þingstörfum loknum en loforð um nýjar gúmmítúttur gæti ýtt undir áhuga hans. 

mbl.is