Þórir Geir laminn stuttu fyrir tökur

Þórir eftir árásina á föstudagskvöldinu.
Þórir eftir árásina á föstudagskvöldinu. Ljósmynd/Aðsend

Þórir Geir Guðmundsson er einn af nýjustu liðsmönnum Áttunnar. Hópurinn var kynntur í dag og af því tilefni frumsýndu þau myndband við nýtt lag úr smiðju Áttunnar. Tökurnar á myndbandinu röskuðust þó aðeins, en Þórir lenti í árás á bæjarhátíðinni Kótelettan á Selfossi á föstudagskvöldinu.

Síðustu tökurnar voru á sunnudeginum og mánudeginum, daginn eftir árásina. Þórir var nokkuð laskaður og sást mikið á honum. Þau gáfust samt ekki upp og brugðu á það ráð að sýna Þóri í hlutverki MMA-boxara. Nökkvi Fjalar Orrason, framkvæmdarstjóri Áttunnar, sagði að þetta hefði komið mun betur út en hann þorði að vona.

Ljósmynd/Aðsend

„Við ákváðum að snúa þessu bara í okkar hag og gera það besta sem við gátum úr því sem við höfðum og þetta kom bara stórkostlega út,“ segir Þórir í samtali við mbl.is.

„Ég þekki þennan aðila ekki neitt og þetta var bara í rauninni eitt það skrítnasta sem ég hef lent í.“

Ljósmynd/Aðsend

Þórir er mjög spenntur fyrir komandi tímum með Áttunni. Hann segir tilfinninguna vera góða og að þau séu búin að fá góðar móttökur frá þeim sem koma að Áttunni. Þórir var staddur í Danmörku meðan á umsóknarferlinu stóð og því fór öll ráðningin fram í gegnum netið.

„Ég sendi bara inn myndband af mér og þar sem ég var í Danmörku voru ekki margir mótleikarar sem ég gat fengið með mér. Þannig að ég fékk húsráðandann minn sem er að leigja mér íbúðina hérna í Danmörku og það kom bara mjög skemmtilega út,“ segir Þórir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes