Þurfti að hætta brjóstagjöfinni

Khloé þurfti að hætta að gefa dóttur sinni brjóst.
Khloé þurfti að hætta að gefa dóttur sinni brjóst. skjáskot/Instagram/khloekardashian

Raunveruleikaþáttastjarnan Khloé Kardashian þurfti að hætta að gefa dóttur sinni, True, brjóst. True kom í heiminn um miðjan apríl, en Khloé reyndi brjóstagjöf fyrst um sinn. Khloé opnaði sig um málið á Twitter og sagði að hún hafi átt erfitt með að framleiða nógu mikla mjólk handa dóttur sinni. Heimildarmaður People segir að hún hafi óttast álit annara, en þegar hún hætti hafi hún fundið fyrir miklum létti. Hún eyddi, samkvæmt heimildarmanninum, miklum tíma í áhyggjur af brjóstagjöfinni og reyndi öll ráðin í bókinni til að auka framleiðsluna. True Thompson fæddist í apríl.
True Thompson fæddist í apríl. Ljósmynd/skjáskot Instagram
mbl.is