Íslenskar myndir verðlaunaðar

Steindi jr. og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Undir trénu.
Steindi jr. og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Undir trénu. mbl.is/Hanna

Sigurför kvikmyndarinnar Undir trénu heldur áfram. Hún vann til virtra verðlauna í Japan á dögunum. Á sömu hátíð fékk Svanurinn sérstök heiðursverðlaun dómnefndar. Þetta var á Skip City, einni þekktustu kvikmyndahátíð í Japan, sem haldin var um miðjan júlí, að því er segir í tilkynningu. 

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Undir trénu, var valinn besti leikstjórinn. Undir trénu hefur þar með unnið til fimm alþjóðlegra verðlauna til viðbótar við sjö Edduverðlaun.

Svanurinn, í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, fékk sérstök heiðursverðlaun dómnefndar (e. „special mention“).

Báðar myndirnar er enn verið að sýna í Bíó Paradís í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes