Burt Reynolds er látinn

Burt Reynolds í apríl á síðasta ári.
Burt Reynolds í apríl á síðasta ári. AFP

Bandaríski leikarinn Burt Reynolds er látinn, 82 ára gamall. Hann lék í fjölda vinsælla kvikmynda á áttunda áratugnum, þar á meðal Smokey and the Bandit og Deliverance.

Reynolds hlaut tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt sem klámmyndaleikstjórinn Jack Horner í kvikmyndinni Boogie Nights frá árinu 1997 sem Paul Thomas Anderson leikstýrði.

Leikarinn lést á Jupiter-sjúkrahúsinu í Flórída, að sögn umboðsmanns hans Eriks Kritzers.

Reynolds hlaut góða dóma fyrir kvikmyndina The Last Movie Star sem kom út í fyrra.

Leikarinn átti farsælan feril en Hollwyood Reporter greinir frá þeim hlutverkum sem hann hafnaði. Þar á meðal eru hlutverk Hans Solos í Star Wars sem Harrison Ford hreppti í staðinn og hlutverk Johns McClanes í Die Hard, sem Bruce Willis túlkaði á eftirminnilegan hátt. Reynolds árið 2005 ásamt leikurunum Adam Sandler og Chris Rock ...
Reynolds árið 2005 ásamt leikurunum Adam Sandler og Chris Rock á frumsýningu myndarinnar The Longest Yard. AFP
mbl.is