Gefur litlu frænku sambandsráð

Leikarinn Alec Baldwin á kvikmyndahátíðinni í Toronto.
Leikarinn Alec Baldwin á kvikmyndahátíðinni í Toronto. AFP

Samkvæmt Fox fréttastofunni er Alec Baldwin með nokkur góð sambandsráð fyrir frænku sína Haily Baldwin sem tilkynnti nýverið um trúlofun sína og Justin Biber. Haily Baldwin er dóttir Stephen Baldwin framleiðanda og leikara.

„Ungt fólk sem er að huga að hjónabandi þarf að vera viss um að þekkja hvort annað vel áður en það tekur stóra skrefið,“ segir Baldwin og bendir á hvernig frægð Justin Bieber getur verið áskorun fyrir parið. 

Baldwin hefur sjálfur reynslu af því að vera í hjónabandi með frægri leikkonu þar sem hann var giftur Kim Basinger í kringum aldamótin síðustu. Þó það hjónaband hafi ekki endað vel þá hefur hann fundið ástina aftur með jóga kennaranum Hilaria Baldwin. 

Hann segist hafa þroskast með aldrinum og nú láti hann fjölskylduna ganga fyrir öllu hjá sér, jafnvel vinnunni. „Ég á fjögur börn með konunni minni. Ef mér er boðið starf þar sem ég þarf að vera í burtu í einhverjar vikur og það er ekki rými til að taka fjölskylduna með þá tek ég ekki starfinu. Ég vona að bæði Haily Baldwin og Justin Bieber leggi áherslu á þetta sama atriði. Að rækta sambandið og vera saman. Ef þú vilt vera í góðu hjónabandi þá verður þú að leggja vinnu í það og þið að eyða tíma saman.“

Justin Bieber og Hailey Baldwin trúlofuðu sig í sumar.
Justin Bieber og Hailey Baldwin trúlofuðu sig í sumar. AFP

Hailey Baldwin sem er rétt rúmlega tvítug og Justin Bieber sem er 24 ára trúlofuðu sig á Bahamaeyjum. Parið var fyrst í sambandi árið 2015 en endist það einungis í ár. Þau náðu saman aftur nýverið og einungis nokkrum vikum síðar ákváðu þau að trúlofa sig.

Það er gott að eiga reynt skyldfólk þegar kemur að samböndum. Spurningin er bara hvort ástarfuglarnir taki við góðu ráðunum.

View this post on Instagram

My wife is the wisest and most caring human being I’ve ever known. Follow her in Instagram. @hilariabaldwin

A post shared by Alec Baldwin (@alecbaldwininsta) on Sep 10, 2018 at 1:25am PDT

View this post on Instagram

absolute best friend.

A post shared by Hailey Baldwin (@haileybaldwin) on Aug 19, 2018 at 3:20pm PDT

mbl.is