Vinsælasta lag Einars Bárðar orðið 20 ára

Hljómsveitin Skítamórall var mjög vinsæl.
Hljómsveitin Skítamórall var mjög vinsæl. Ljósmynd/Lýður G.

Einar Bárðarson samdi lagið „Farin“ fyrir 20 árum. Ef þetta var uppáhaldslagið þitt á sínum tíma þá getur þú komið á sögustund og sing-along með Einari. 

Þessum tímamótum verður fagnað í Bæjarbíói 16. nóvember en á dagskrá verða vel valin lög sem verða endurútgefin með haustinu. 

„Fjöldi frábærra tónlistarmanna kemur að upptökunum og tónleikunum. Á tónleikunum mun Einar fara yfir sögurnar á bak við sín vinsælustu lög og flytja þær með sínu nefi ásamt vinum og félögum,“ segir í fréttatilkynningu. 

Hljómsveitin Skítamórall flutti lagið Farin eftir Einar Bárðarson en lagið kom út í apríl 1998 og varð feykivinsælt. 

„Það var fyrsta lagið sem Einar samdi og gefið var út og vinsældir lagsins urðu slíkar að það varð aldrei aftur snúið. Lögin urðu nokkur í kjölfarið en það var svo ekki fyrr en lagið Birta eftir Einar vann forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva að Einar varð „heimsþekktur“ á Íslandi en í framhaldi af því upphófst mikil og dramatísk deila við Útvarpsráð um það á hvaða máli yrði sungið í keppninni erlendis,“ segir í tilkynningunni. 

Um og upp úr síðustu aldamótum var Einar Bárðarson fyrirferðarmikill laga- og textahöfundur. Hann samdi mörg af vinsælustu lögum Skítamórals, Á móti sól og Nylon-flokksins. Þá samdi hann vinsæl lög fyrir flytjendur á borð við Stjórnina, Björgvin Halldórsson, Jóhönnu Guðrúnu, Ingó og veðurguðina, Hvanndalsbræður, Garðar Thór Cortes og fleiri. 

Nú verður hins vegar gerð örlítil dagskrárbreyting út frá þessari hefð en í tilefni áfangans er verið að vinna hljómplötu með vinsælustu lögum Einars þar sem hann mun taka þátt í flutningnum. Þá verða útgáfutónleikar í tengslum við útgáfu plötunnar sem fara fram í nóvember en þar mun Einar koma fram ásamt völdu tónlistarfólki og nokkrum valinkunnum söngvurum sem bæði hafa unnið með Einari áður og öðrum sem aldrei hafa tekist á við efni höfundar áður. Á tónleikunum mun Einar fara yfir sögurnar á bak við sín vinsælustu lög og flytja þau með sínu nefi ásamt vinum og félögum. 

Platan hefur fengið nafnið „Myndir“ sem er vitaskuld tilvísun í eitt þekktasta lag Einars en um leið eru lögin hversdagslýsingar á lífi fólks eða myndir af lífi þess eins og höfundurinn útskýrir nafngiftina. Platan mun koma út í haust en upptökur eru langt komnar. 

Emilía, Klara, Alma og Steinunn skipuðu hljómsveitina Nylon sem búin …
Emilía, Klara, Alma og Steinunn skipuðu hljómsveitina Nylon sem búin var til af Einari Bárðarsyni. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes