Engan veginn hættur í meðferð

Ben Affleck ætlar sér að ná bata.
Ben Affleck ætlar sér að ná bata. mbl.is/AFP

Leikarinn Ben Affleck er búinn með 30 daga í meðferð sem hann fór í í lok ágúst. Þrátt fyrir að hafa náð þeim árangri er hann sagður ætla að halda áfram í meðferðinni en þetta er í þriðja sinn sem hann fer í meðferð á síðustu 17 árum. 

Samkvæmt UsMagazine er Affleck staðráðinn í því að ná meiri árangri nú en áður og að fá hjálp er það eina sem skiptir hann máli núna. „Honum líður mjög illa og er miður sín að vera gera þetta út af börnunum sínum,“ segir heimildarmaður. 

Það var barnsmóðir hans, Jennifer Garner, sem kom honum í meðferð í ágúst en þau hafa staðið í skilnaði í nokkur ár. Á sama tíma hætti hann með kærustu sinni, Lindsay Shookus. Hann hefur þó ekki verið einn þar sem hann hefur sést mikið með Playboy-fyrirsætunni Shaunu Sexton. 

Jennifer Garner hefur verið til staðar fyrir Ben Affleck.
Jennifer Garner hefur verið til staðar fyrir Ben Affleck. AFP
Ben Affleck er hættur með Lindsay Shookus.
Ben Affleck er hættur með Lindsay Shookus. AFP
mbl.is