Er ekki stolt af lýtaaðgerðunum

Jane Fonda á frumsýningu The Book Club í maí.
Jane Fonda á frumsýningu The Book Club í maí. AFP

Leikkonan Jane Fonda segist ekki vera stolt af öllum þeim lýtaaðgerðum sem hún hefur farið í. Heimildarmyndin Jane Fonda in Five Acts kom nýverið út á sjónvarpsstöðinni HBO í Bandaríkjunum.Myndin fjallar um líf Fonda en hún hefur verið í sviðsljósinu í marga áratugi. 

Heimildarmyndin snertir á mörgum málefnum enda hefur Fonda tekið að sér fjöldann allan af verkefnum í gegnum árin. Hún er nú í þáttunum Grace and Frankie á Netflix og hafa þættirnir slegið í gegn. Fonda verður 81 árs síðar á árinu og dylst engum að hún hefur farið í lýtaaðgerðir. 

„Ég hata þá staðreynd að mér hafi fundist ég þurfa að breyta sjálfri mér líkamlega til að líða eins og ég sé í lagi. Ég vildi að ég væri ekki þannig. Ég elska eldri andlit. Ég elska andlit sem sér á. Ég elskaði andlit Vanessu Redgrave. Ég vildi að ég hefði verið hugrakkari. En ég er eins og ég er,“ segir Fonda í myndinni.

Jane Fonda fyrir nokkrum áratugum.
Jane Fonda fyrir nokkrum áratugum.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson