Sagður hættur með Playboy-fyrirsætunni

Ben Affleck ætlar að einbeita sér að áfengisbindindi sínu á ...
Ben Affleck ætlar að einbeita sér að áfengisbindindi sínu á næstunni. mbl.is/AFP

Ben Affleck er sagður hættur með Playboy-fyrirsætunni Shaunu Sexton, þessu greinir heimildarmaður Page Six frá. Parið hætti saman eftir að Sexton birti myndir af veiðiferð þeirra í Montona í Bandaríkjunum um helgina.  

Vinur Afflecks sagði People að þau hafi ekki þurft að hætta neinu þar sem sambandið hafi ekki verið alvarlegt. „Hann naut þess að vera með henni en er að vinna í sjálfum sér og að vera með henni á þessum tímapunkti er ekki eitthvað sem gengur. Hann mun fara á stefnumót í framtíðinni en núna er hann að einbeita sér að bindindi sínu og næstu verkefnum,“ sagði vinurinn. 

Leikarinn og Sexton sáust fyrst á stefnumóti í ágúst. Síðan þá hefur sést til Sexton á heimili Afflecks í L.A. og á meðferðarheimilinu sem hann var á í Malibu. Affleck kláraði nýlega 40 daga meðferð auk þess sem hann og Jennifer Garner kláruðu loks skilnað sinn á dögunum.

View this post on Instagram

A post shared by Shauna Sexton (@shaunasexton_) on Oct 7, 2018 at 8:33pm PDTmbl.is