Vilhjálmur, Harry og frúr brúðkaupsfín

Presturinn tók á móti þeim Katrínu og Vilhjálmi.
Presturinn tók á móti þeim Katrínu og Vilhjálmi. AFP

Bræðurnir Harry og Vilhjálmur eru mættir ásamt eiginkonum sínum Meghan og Katrínu í brúðkaup frænku sinnar Eugenie prinsessu. Voru þau og aðrir fjölskyldumeðlimir meðal þeirra síðustu til að mæta. 

Harry og Meghan þekkja kirkjuna í Windsor vel, sem Eugenie og Jack Brooksbank gifta sig í, þar sem þau giftu sig einnig í kirkjunni í maí. 

Vilhjálmur, Katrín, Harry og Meghan í brúðkaupi Eugneie prinsessu og …
Vilhjálmur, Katrín, Harry og Meghan í brúðkaupi Eugneie prinsessu og Jack Brooksbank. AFP

Þegar Harry og Meghan giftu sig var að vísu að koma sumar en nú er komið haust í Englandi og bera bæði skreytingar þess merki og veðurfarið. Vindurinn stríddi til að mynda gestum og fengu þau Katrín og Vilhjálmur að finna fyrir því. 

Vindurinn stríddi þeim Katrínu og Vilhjálmi.
Vindurinn stríddi þeim Katrínu og Vilhjálmi. AFP
Meghan og Harry.
Meghan og Harry. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í vændum viðurkenningu fyrir störf þín. Mesta stoðin sem þér gefst kostur á í lífinu gæti vel verið einhver sem þú varla þekkir eða þér líkar ekki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í vændum viðurkenningu fyrir störf þín. Mesta stoðin sem þér gefst kostur á í lífinu gæti vel verið einhver sem þú varla þekkir eða þér líkar ekki.