Skilar hringnum en heldur grísnum

Ariana Grande mun ekki halda rándýrum trúlofunarhringnum sem Pete Davidson ...
Ariana Grande mun ekki halda rándýrum trúlofunarhringnum sem Pete Davidson gaf henni. AFP

Söngkonan Ariana Grande og grínistinn Pete Davidson slitu stuttri trúlofun sinni á dögunum. Parið byrjaði að hittast síðastliðið vor svo það þarf ekki að skipta stóru búi. Trúlofunarhringur og lítill grís er það sem þau þurftu að skipta á milli sín. 

Samkvæmt heimildum TMZ er Grande nú þegar búin að skila rándýrum trúlofunarhringnum en er hann sagður hafa kostað hátt í 100 þúsund Bandaríkjadali eða um tíu milljónir íslenskra króna. Ekki mun hafa komið til rifrildis vegna hringsins enda ljóst að Davidson keypti hringinn með hjónaband í huga. 

Söngkonan fékk þó eitthvað í sinn hlut en hún er sögð hafa fengið lítinn grís sem parið tók að sér í september. Davidson sem er duglegur að fá sér húðflúr fékk sér húðflúr af grísnum sem heitir Piggy Smallz. Parið fyrrverandi er heldur ekki sagt hafa rifist um grísinn þar sem Grande keypti hann upphaflega svo hann var hennar. 

View this post on Instagram

:)

A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on Oct 2, 2018 at 5:18pm PDTPete Davidson og Ariana Grande.
Pete Davidson og Ariana Grande. AFP
mbl.is