Ronaldo sagður trúlofaður

Cristiano Ronaldo ásamt Georginu Rodriguez og syni hans Cristiano Ronaldo ...
Cristiano Ronaldo ásamt Georginu Rodriguez og syni hans Cristiano Ronaldo yngri. AFP

Erlendir miðlar hafa greint frá því að knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo sé trúlofaður kærustu sinni og barnsmóður, Georgina Rodriguez. Parið hefur verið saman í tvö ár og eiga þau saman eitt barn.

Parið býr saman á Ítalíu með börnum sínum en Rodriguez hjálpar Ronoldo við að ala upp þrjú önnur börn hans. Daily Mail greinir frá því að portúgalski fjölmiðillinn Correio da Manha hafi flutt fréttir af því að Ronaldo væri búinn að biðja kærustu sinnar. 

„Brúðkaupið mun fara fram en aðeins fáir vita smáatriðin. Eina sem er vitað núna er að Gio hefur nú þegar prófað einhverja brúðarkjóla,“ sagði heimildarmaður. 

Georgina Rodriguez, Cristiano Ronaldo og sonurinn Cristiano yngri.
Georgina Rodriguez, Cristiano Ronaldo og sonurinn Cristiano yngri. AFP
mbl.is