Rokkarar minnast Pete Shelley

Pete Shelley á tónleikum árið 2009.
Pete Shelley á tónleikum árið 2009. Ljósmynd/Wikipedia.org/Grahams cyber-world

Þekktir tónlistarmenn víða að úr heiminum minnast Pete Shelley, söngvara bresku pönksveitarinnar Buzzcocks, á samfélagsmiðlum. Þar má nefna Billy Corgan úr The Smashing Pumpkins, Billie Joe Armstrong úr Green Day, Mike Mills úr R.E.M., Stuart Murdock úr Belle and Sebastian og hljómsveitina Pearl Jam.

Shelley lést í gær af völdum hjartaáfalls, að því er talið er, 63 ára gamall. Buzzcocks var þekktust fyrir lagið Ever Fallen in Love (With Someone You Shouldn't've). Söngvarinn lést í Eistlandi þar sem hann bjó, að sögn BBC

Buzzcocks var áhrifamikil hljómsveit sem var stofnuð af Shelley og Howard Devoto í Boston en flutti sig um set til Manchester eftir að hafa séð Sex Pistols á tónleikum. Devoto var upphaflegur söngvari sveitarinnar en eftir að hann hætti tók Shelley við hljóðnemanum.

Eftir að Shelley leysti hljómsveitina upp hóf hann sólóferil. Undir lok níunda áratugarins kom hljómsveitin saman á ný og öðlaðist vinsældir hjá nýrri kynslóð eftir að hafa hitað upp fyrir Nirvana í síðustu tónleikaferð þeirrar sveitar árið 1994. Síðasta plata Buzzcocks kom út árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes