Vilhjálmur gerði grín að konu sinni

Katrín og Vilhjálmur á Kýpur.
Katrín og Vilhjálmur á Kýpur. AFP

Vilhjálmur Bretaprins á það til að stríða konu sinni eins og aðrir menn. Gerði hann létt grín að fötum hennar í Kýpur í vikunni þegar hjónin heimsóttu hermenn. Var Katrín klædd í ólífugrænan jakka og hvítan bol sem varð til þess að Vilhjálmur stóðst ekki mátið þegar hjónin stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. 

Sagði prinsinn að eiginkona sín væru í felulitum og gæti falið sig í jólatrénu en tréð var auðvitað grænt og með hvítum gervisnjó á. 

Mynd úr myndatökunni þar sem Vilhjálmur ákvað að skjóta á ...
Mynd úr myndatökunni þar sem Vilhjálmur ákvað að skjóta á eiginkonu sína. AFP PHOTO / SAC PHIL DYE / RAF / CROWN COPYRIGHT 2018
mbl.is