Dýrasta brúðkaup sögunnar?

Anand Piramal og Isha Ambani eru hjón.
Anand Piramal og Isha Ambani eru hjón. AFP PHOTO / RELIANCE INDUSTRIES

Eftir margra daga veisluhöld gengu þau Isha Ambani, dóttir ríkasta manns Indlands, og Anand Piramal, sonur indversks milljarðamærings, í hjónaband í gær, miðvikudag. Ekkert var til sparað og er því slegið upp í erlendum fjölmiðlum eins og Time  að líklegt sé að brúðkaupið hafi verið það dýrasta í sögunni. 

Beyoncé söng meðal annars Crazy in Love í veislu um helgina og Hillary Clinton var meðal gesta sem og John Kerry en bæði gegndu stöðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Baracks Obama. Auk þess var mikið um Bollywood-stjörnur og framafólk á Indlandi í veislunum. Hin nýgiftu riyanka Chopra og Nick Jonas fögnuðu einnig brúðkaupi indversku erfingjanna. 

Brúðkaupið á miðvikudaginn fór fram í 27 hæða glæsihýsi fjölskyldunnar í Mumbai á Indalndi. Hefð er fyrir því að brúðgumar á Indlandi mæti á hesti í brúðkaupi sitt en Anand Piramal mætti á Rolls Roys.  

Bloomberg greindi frá því fyrr í vikunni að brúðkaupsveisluhöldin hefðu kostað 100 milljónir Bandaríkjadala. Annar heimildarmaður tengdur Ambani-fjölskyldunni vildi þó meina að upphæðin væri nær 15 milljónum Bandaríkjadala. 

Gestalistinn var sagður svo langur að fjölskyldur brúðhjónanna hefðu þurft að bóka að minnsta kosti fimm fimm stjörnu hótel fyrir alla gestina. 
Bræðurnir Akash og Anant Ambani tóku þátt í brúðkaupi systur …
Bræðurnir Akash og Anant Ambani tóku þátt í brúðkaupi systur sinnar, Ishu Ambani. AFP PHOTO / RELIANCE INDUSTRIES
Bollywood leikararnir Ranveer Singh og Deepika Padukone mættu í brúðkaupið.
Bollywood leikararnir Ranveer Singh og Deepika Padukone mættu í brúðkaupið. AFP
Priyanka Chopra og Nick Jonas tóku þátt í hátíðarhöldunum.
Priyanka Chopra og Nick Jonas tóku þátt í hátíðarhöldunum. AFP
Bollywood-leikkonan Raveena Tandon með eiginmanni sínum Anil Thandani.
Bollywood-leikkonan Raveena Tandon með eiginmanni sínum Anil Thandani. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson