16 ára í ástarsambandi við Woody Allen

Woody Allen.
Woody Allen. AFP

Babi Christina Engelhardt opnar sig í viðtali við The Hollywood Reporter þar sem hún segir frá ástarsambandi sínu og leikstjórans Woody Allen sem hófst árið 1976. Þá var Engelhardt aðeins 16 ára, Allen var hins vegar 41 árs þegar þau hittust. Segir Engelhardt sem starfaði sem fyrirsæta á unglingsárunum að samband þeirra minnti á söguþráðinn í kvikmynd Allen, Manhattan. 

Segist Engelhardt hafa skilið eftir nafn sitt hjá Allen á veitingastað í New York eftir að hún sá hann horfa á sig. „Þar sem þú hefur skrifað nógu margar eiginhandaáritanir, hér er mín,“ segist Eingelhardt hafa skrifað á miða til Allen. Stuttu seinna hringdi Allen í hana og bauð henni í lúxusíbúð sína. 

Segir hún Allen ekki hafa vitað að hún væri bara 16 en hún hafði þó sagt honum að hún væri í menntaskóla. Hún hafði því ekki aldur til að sofa hjá honum fyrr en tveimur mánuðum seinna þegar hún varð 17 ára. 

Engelhardt er enn að reyna að átta sig á átta ára löngu sambandinu nú fjórum áratugum seinna. „Það er næstum því eins og nú sé búist við að ég tali illa um hann,“ sagði hún og vísar þar með í Metoo-byltinguna.

Í grein The Hollywood Reporter kemur fram að tveir af vinum Engelhardt hafi vitað af sambandi hennar og Allen. Annar segist meira að segja hafa komið heim til Allen. Allen sjálfur neitaði að tjá sig. 

Þrátt fyrir nýjar hugmyndir um valdaójafnvægi í kynferðislegum samböndum segist Engelhardt ekki sjá eftir neinu. Hún ætli sér ekki að ráðast á Allen. Saga hennar snúist ekki um að eyðileggja orðspor Alllen. „Ég er að tala um ástarsögu mína. Þetta gerði mig að því sem ég er.“

Engelhardt taldi sig vera kærustu Allen eftir fjögurra ára samband en þá vildi Allen kynna hana fyrir „kærustu sinni“. Um var að ræða leikkonuna Miu Farrow sem var 14 árum eldri en Engelhardt. Tók Engelhardt meðal annars þátt í kynlífsathöfnum með parinu og eyddi tíma með þeim. Það var ekki fyrr en hún var komin út úr aðstæðunum sem hún áttaði sig á hversu skrítið þetta var. 

Með tímanum var Engelhardt óánægð með ástarsambandið og flutti hún frá New York á níunda áratugnum. Var hún þá komin með vinnu hjá ítalska leikstjóranum Fellini. Segist hún hafa síðast heyrt frá Allen í janúar 2001 þegar hann þakkaði henni fyrir að senda sér heimildarmynd um Fellini. Vonaðist Allen til þess að Engelhardt hefði það gott og langaði hann til að kynna hana fyrir eiginkonu sinni. 

Woody Allen.
Woody Allen. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes