Gaf 2ja ára nágranna gjafir til næstu 14 ára

Cadi mun fá eina jólagjöf frá Ken næstu 14 árin.
Cadi mun fá eina jólagjöf frá Ken næstu 14 árin. mbl.is/Ómar Óskarsson

Walesbúinn Owen Williams stóð frammi fyrir óvenjulegu vandamáli eftir að aldraður nágranni hans, sem lést nýlega, ákvað að gefa Cadi, tveggja ára dóttur Williams, jólagjafir til næstu 14 ára.

Ekki er ljóst af hverju nágranninn, Ken Watson, ákvað að hafa gjafirnar 14 en Williams segir hann ekki hafa séð sólina fyrir dóttur sinni. Sjálfur átti Watson, sem var á níræðisaldri er hann lést, tvö uppkomin börn en engin barnabörn. Hann naut þess því að vera börnum í bænum Barry í Wales sem afi með því að gauka að þeim gjöfum að því er fréttavefurinn WalesOnline greinir frá.

Nýlega er Williams kom heim til sín stóð dóttir Watsons í anddyrinu með fulla poka af innpökkuðum gjöfum frá Watson fyrir Cadi.

„Hann sagði okkur alltaf að hann ætlaði að verða 100 ára,“ skrifaði Williams á Twitter. „Þannig að þessar gjafir hefðu fylgt honum þar til litla stelpan okkar verður 16 ára.“

Eftir upphaflega undrun sína stóðu Williams og kona hans frammi fyrir því að þurfa að ákveða hvort þau opni allar gjarnir núna, raði þeim eftir aldri og pakki þeim svo aftur inn. Eða velji eina gjöf af handahófi fyrir Cadi fyrir hver jól.

„Mér og konu minni finnst að það væri ljúf jólahefð að gefa dóttur okkar gjöf frá Ken næstu 14 árin,“ skrifaði Williams á Twitter. „Málið er bara, við verðum að opna þær núna. Engin vill gefa 15 ára legó-kubba!“

Hjónin leituðu því viðbragða með því að setja upp skoðanakönnun á Twitter og var mikill meirihluti þeirra sem tóku þátt þeirrar skoðunar að þau ættu að láta gjafirnar vera óopnaðar og velja svo eina af handahófi þar til Cadi verður 16.

New York Times segir forvitnina þó hafa náð yfirhöndinni hjá hjónunum, en Williams greindi frá því að þau hefðu opnað fyrstu jólagjöfina sem var barnabók eftir Tomi Ungerer. Rithöfundurinn heyrði í kjölfarið gjafasöguna og bauðst til að árita bókina.

Cadi veit hins vegar ekkert um málið ennþá. „Hún er of ung til að skilja þetta,“ segir Williams og kvað viðbrögð samfélagsmiðlanotenda og fjölmiðla hafa verið mun meiri en hann átti von á.

„En við munum svo sannarlega virða niðurstöður skoðanakönnunarinnar og breyta jólakraftaverki Kens í árlega jólahefð,“ bætti hann við.“

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem uppátæki Watson rata í fjölmiðla, en fyrir tveimur árum fór hann í flug á tvívængju, standandi á efri vængnum. Þá var Watson 85 ára. Hann fór einnig í þrjú fallhlífastökk á þessum tíma. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að með þessu vildi hann berjast gegn einmannaleika eftir að eiginkona hans féll frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren