Verið að „refsa“ Þórunni fyrir góða sölu

Rithöfundurinn Þórunn Jarla fékk listamannalaun í ár.
Rithöfundurinn Þórunn Jarla fékk listamannalaun í ár. mbl.is/Styrmir Kári

Þeir sem sóttu um listamannalaun fengu tölvupóst í dag, ýmist jákvæðan eða ekki. Rithöfundurinn Þórunn Jarla Valdimarsdóttir fékk níu mánuði úr sjóði rithöfunda að þessu sinni en ekki 12 eins og vanalega. 

„Fékk 9 mánuði ... í listamannalaun, ekki 12 eins og venjulega. Verið að „refsa mér“ fyrir góða sölu. Gott á mig. Já, krakkar, netbréfin eru komin. Gangi ykkur vel,“ skrifar Þórunn Jarla á Faceook-síðu sína en bók hennar Skúli fógeti gekk vel fyrir jólin. 

Þórunn segist þurfta að stunda fræðimennsku hluta úr ári og sækja þrjá mánuði í slíkja sjóði. 

mbl.is