Stórstjörnurnar í hár saman enn á ný

Ekki er hægt að segja að samband nágrannanna sé til …
Ekki er hægt að segja að samband nágrannanna sé til fyrirmyndar fyrir aðra. Ljósmynd/Samsett

Nágrannarnir og stórstjörnurnar Robbie Williams og Jimmy Page halda áfram að elda grátt silfur en samkvæmt frétt BBC hefur Williams m.a. spilað rokktónlist á háum hljóðstyrk og leikið og hermt eftir Robert Plant, fyrrverandi söngvara og samstarfsmanni Page úr Led Zeppelin, til þess eins að fara í taugarnar á Page.

Deilur nágrannanna hófust þegar Williams keypti fasteign sína fyrir um sex árum en hann hófst þegar handa við að fram­kvæma ýms­ar breyt­ing­ar sem féllu ekki í kramið hjá ná­grönn­um hans. Page óttaðist t.a.m. á sínum tíma að fyr­ir­huguðum fram­kvæmd­um fylgdi rask sem gæti leitt til skemmda á villu hans, Turn­hús­inu (e. Tower Hou­se).

Williams klæddi sig upp

Samkvæmt frétt BBC barst bæjaryfirvöldum í Kensington og Chelsea (e. royal borough of Kensington and Chelsea) bréf þar sem sagt er frá því að Williams hafi spilað tónlist með rokkhljómsveitunum Black Sabbath, Deep Purple og Pink Floyd á háum hljóðstyrk þar sem hann á að vita að þetta fari í taugarnar á Page. Síðar í bréfinu segir að Williams hafi klætt sig upp, sett á sig hárkollu og troðið púðum inn á sig til að herma eftir Robert Plant, en þetta á einnig að hafa farið í taugarnar á gítarleikaranum Page.

Ekki er vitað hver sendi bréfið sem um ræðir en undir það skrifar „Johnny“.

Turnhús Page var hannað af William Burgess, einum þekktasta arkitekti viktoríutímabilsins. Húsið var byggt á árunum 1875-1881 og keypti Page það árið 1972 af lafði Jane Turnbull og leikaranum Richard Harris. Á Page að hafa yfirboðið söngvarann sáluga David Bowie.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren