Katrín átti erfitt með að svara

Katrín hertogaynja heimsótti skólakrakka og bakaði með þeim pizzu.
Katrín hertogaynja heimsótti skólakrakka og bakaði með þeim pizzu. AFP

Katrín hertogaynja bakaði pizzu úti með skólakrökkum á Englandi í dag. Þegar Katrín var spurð að því hvort amma eiginmanns hennar, Elísabet Bretadrottning, hefði einhvern tímann borðað pizzu gat hún ekki svarað með vissu. 

„Hefur drottningin einhvern tímann borðað pizzu?“ spurði hin átta ára gamla Nadirah Katrínu eins og People greinir frá. 

„Veistu hvað, það er mjög góð spurning. Ég veit það ekki,“ svaraði Katrín. „Ég veit það ekki. Kannski ég spyrji hana næst þegar ég sé hana, á ég að gera það?“

Það er greinilega ekki boðið upp á pizzur í formlegum boðum í Buckingham-höll en maturinn líklega oftar á borðum hjá þeim Katrínu og Vilhjálmi. 

Katrín í pizzubakstrinum.
Katrín í pizzubakstrinum. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar ferðinni í lífi þínu. Leyfðu ævintýraþránni að fá útrás og þá verður allt annað, sem þú þarft að gera, svo auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar ferðinni í lífi þínu. Leyfðu ævintýraþránni að fá útrás og þá verður allt annað, sem þú þarft að gera, svo auðvelt.