Eiginkona Birkis Más gengur á honum

Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmanninum Birki Má Sævarssyni er greinilega annt um að eiginkona hans Stefanía Sigurðardóttir gleymi sér ekki. Stefanía birti mynd á Twitter af stórskemmtilegum og frumlegum sokkum sem hún segir eiginmann sinn hafa gefið sér. 

Biður hún þá sem halda því fram að Birkir sé afar hógvær maður að hugsa sinn gang. Birti hún síðan mynd af sokkum sem hún segir Birki hafa gefið sér í gær, fimmtudag. 

Sokkarnir eru appelsínugulir með myndum af knattspyrnukappanum og gætu mögulega breytt hugmyndum einhverja um hógværð landsliðsmannsins. 

Stefanía Sigurðardóttir birti mynd af skemmtilegum sokkum sínum með myndum …
Stefanía Sigurðardóttir birti mynd af skemmtilegum sokkum sínum með myndum af landsliðsmanninum Birki Má Sævarssyni. skjáskot/Twitter
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Gættu þess bara að ganga ekki of langt né á torfu annars manns.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Gættu þess bara að ganga ekki of langt né á torfu annars manns.