Lady Gaga gagnrýnir Mike Pence

Lady Gaga segir Pence ekki vera góða kristna fyrirmynd.
Lady Gaga segir Pence ekki vera góða kristna fyrirmynd. AFP

Tónlistarkonan Lady Gaga vandaði varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, ekki kveðjurnar á tónleikum sínum í Las Vegas á laugardag. Hún sagði hann koma óorði á kristið fólk. 

Hún gerði hlé á söng sínum og velti því fyrir sér hvenær Trump myndi opna alríkisstofnanir Bandaríkjanna aftur, en þær hafa margar verið lokaðar í um mánuð. Því næst gagnrýndi hún varaforsetann, en eiginkona hans, Karen, kennir við skóla sem útilokar hinsegin nemendur. Hún tilkynnti í síðustu viku að hún myndi halda áfram að kenna við skólann. Skólinn er þekktur fyrir fordóma sína gagnvart hinsegin nemendum, og er ungu fólki sem er opnberlega samkynhneigt ekki hleypt inn í skólann.

Lady Gaga sagði að Pence væri slæmur boðberi kristninnar. Lady Gaga er sjálf kristin. „Ég er kristin kona og það sem ég veit um kristni er að við umberum enga fordóma og að allir eru velkomnir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson