Meghan eyddi leyndum Instagram-reikningi sínum

Meghan Markle hélt úti leyndum Instagram-reikningi til að fylgjast með ...
Meghan Markle hélt úti leyndum Instagram-reikningi til að fylgjast með vinum sínum. AFP

Meghan Markle eyddi leyndum Instagram-reikningi sínum í lok síðasta árs af öryggisástæðum. Hertogaynjan var virk á samfélagsmiðlum áður en hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna en hætti á flestum þeirra í kjölfar brúðkaupsins. 

Samkvæmt heimildum Daily Mail virðist hún þó hafa haldið úti einum prívatreikningi til að fylgjast með vinum sínum. Sagt er að hún hafi eytt reikningnum í kringum jólahátíðarnar eftir að hún las ljótar athugasemdir um sjálfa sig á Instagram. 

mbl.is