Samstarfsfólki Smollett finnst það svikið

Smollett hefur verið ákærður fyrir að ljúga til um árás.
Smollett hefur verið ákærður fyrir að ljúga til um árás. AFP

Samstarfsfólki leikarans Jussie Smollett finnst það svikið eftir að Smollet var ákærður fyrir að ljúga til um árás. Smollett fer með eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum Empire. Hann á yfir höfði sér 3 ára fangelsisdóm ef hann verður dæmdur sekur.

Samkvæmt TMZ finnst meðleikurum hans í Empire hann hafa brotið traust þeirra og rýrt orðspor þáttanna. Þau vilja að hann verði skrifaður út úr þáttunum sem fyrst. 

Smollett greindi frá því í lok janúar að hann hafi orðið fyrir árás vegna litarhafts síns og kynhneigðar en hann er svartur hommi. Efast var um frásögn hans, en hann á að hafa borgað tveimur nígerískum bræðrum fyrir að sviðsetja árásina. 

mbl.is