Luke Perry látinn

Luke Perry.
Luke Perry. AFP

Leikarinn Luke Perry, sem er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210, er látinn.

Afþreyingarvefurinn tmz.com greinir frá þessu en Perry var 52 ára. Í Beverly Hills 90210 fór hann með hlutverk hjartaknúsarans Dylan McKay í tíu þáttaröðum. Hann var einnig þekktur fyrir leik sinn í þáttunum Riverdale. 

Perry lést á St. Jósepsspítalanum í Burbank í morgun umkringdur fjölskyldu sinni. Stutt er síðan hann var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið alvarlegt slag. 

Börnin hans tvö, unnusta hans, fyrrverandi eiginkona, foreldrar hans, systkini, önnur skyldmenni og vinir voru stödd hjá honum þegar hann lést, að sögn umboðsmanns leikarans, Arnold Robinson.

„Fjölskyldan þakkar fyrir hinn mikla stuðning og allar bænirnar undanfarna daga víðs vegar að úr heiminum. Hún óskar virðingarfyllst eftir næði til að fá að syrgja hann,“ bætti hann við í yfirlýsingu.






mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes