Vilja sjá kynlífsmyndskeiðin

Kelly hefur neitað ásökunum í málinu.
Kelly hefur neitað ásökunum í málinu. AFP

Lögmenn tónlistarmannsins R. Kelly og R. Kelly vilja fá að sjá kynlífsmyndböndin sem sögð eru vera af Kelly og 14 ára stúlku. 

Myndböndin eru sönnunargögn í málinu gegn Kelly, en hann er sakaður um að hafa beitt fjór­ar kon­ur, þar af þrjár ung­lings­stúlk­ur, kyn­ferðisof­beldi á tíma­bil­inu maí 1998 til janú­ar 2010.

Lögmaður Kelly, Steven Greenberg, segir að þeir muni fá afhent sönnunargögn í málinu í dag og vonast þeir til að fá myndböndin. Þeir ætli að fara yfir myndböndin til að ganga úr skugga um hvort það sé raunverulega Kelly í myndböndunum. Eftir það geti þeir undirbúið málið. 

Kynlífsmyndböndin fundust á heimili hjóna í Bandaríkjunum sem voru forviða að finna myndböndin í fórum sínum. Þau skiluðu þeim inn til lögreglunnar þegar þau uppgötvuðust.

mbl.is