Svart grín boðar mannúð

Forvitnilegar persónu, hver annarri skrautlegri, birtast í After Life.
Forvitnilegar persónu, hver annarri skrautlegri, birtast í After Life.

Þrátt fyrir feiknavinsældir grínistans, handritshöfundarins, framleiðandans og leikstjórans Ricky Gervais, hefur ekkert efni úr hans smiðju fengið álíka viðbrögð og nýjustu þættir hans, After Life. Þetta viðurkennir hann sjálfur enda fullljóst að áhorfendur og gagnrýnendur eru þrumu lostnir af hrifningu. 

Almennt kynntist heimurinn Ricky Gervais fyrst þegar hann sló í gegn í bresku sjónvarpsþáttunum The Office, sem hann leikstýrði, lék í og skrifaði handrit að ásamt Stephen Merchant. Þetta var árið 2001 og síðan þá hefur ýmislegt efni frá leikaranum, leikstjóranum og handritshöfundinum litið dagsins ljós og ekki síst hafa uppistönd hans, svo sem Humanity-prógrammið notið mikilla vinsælda.

Sjálfan rekur Gervais þó ekki minni til að nokkuð af því sem hann hefur gert áður hafi slegið jafnrækilega í gegn og After Life, þáttaröð sem frumsýnd var á Netflix 8. mars síðastliðinn.

Á nokkrum dögum er Gervais kominn í 2. sætið yfir vinsælustu grínista heims, en þann lista tekur Hollywood Reporter saman og er raðað í sætin eftir vinsældum á Facebook, Instagram, Twitter, YouTube og Google Plus.

Ekkert efni Gervais hefur þá skorað jafnhátt og After Life gerir á kvikmyndasíðum svo sem Imdb.com og Rotten Tomatoes. Nú þegar hefur verið ákveðið að leggjast í gerð framhalds, After Life 2.

En hvað er það við þættina sem hrífur fólk?

Móðguðust snemma

Í After Life leikur Ricky Gervais Tony, blaðamann á litlu bæjarblaði sem hefur nýverið misst eiginkonu sína úr krabbameini. Tony syrgir, þjáist af þunglyndi og sjálfsvígshugsunum og fær þá hugmynd í kollinn að í staðinn fyrir að svipta sig lífi muni hann njóta þess að geta sagt hvað sem er, við hvern sem er. Hann hefur ekki löngun lengur til að virða almennar kurteisisreglur og lætur þá sem honum finnst eiga það skilið heyra það, hann hagar sér sem sagt eins og algert fífl. Þannig fjúka brandararnir; Gervais sem Tony er með skotleyfi á allt og alla þar sem hann telur sig hvort sem er ekki hafa neinu að tapa.

Undir yfirborði hryssings og svarts húmors býr stórt hjarta og mikil hlýja og það sem áhorfandinn býst kannski ekki við; djúp heimspeki um lífið og dauðann. Undir dökku gríni Tony leynist nefnilega stærsta hjartað og á einstakan hátt nær Gervais að sýna hvað grín og hlátur er græðandi og þroskasaga Tony dregur smátt og smátt í ljós hvað spéfuglinn boðar í raun mikla mannúð í sínu gríni.

Nánari umfjöllun er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »