Stormi verður ekki með í KUWTK

Stormi mun ekki vera með í Keeping Up With The ...
Stormi mun ekki vera með í Keeping Up With The Kardashians. skjáskot/Instagram

Dóttir raunveruleikaþáttastjörnunnar Kylie Jenner, Stormi, verður að öllum líkindum ekki með í næstu seríu af raunveruleikaþáttunum um fjölskylduna. Keeping Up With The Kardashians eru raunveruleikaþættir sem fjalla um Kardashian/Jenner-fjölskylduna og var Kylie aðeins 9 ára gömul þegar hún kom fyrst fram í þeim. 

Hún ætlar þó að fara aðra leið þegar kemur að Stormi. Kylie sagði í viðtali við Interview að hún ætli að bíða þangað til Stormi verður nógu gömul til að ákveða það sjálf hvort hún vilji vera með í raunveruleikaþáttunum. 

View this post on Instagram

my baby is stuck to me like glue lately🖤

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on Mar 17, 2019 at 3:38pm PDT

mbl.is