Segist ekki byrjuð aftur með prinsinum

Sarah Ferguson móðir brúðarinnar.
Sarah Ferguson móðir brúðarinnar. mbl.is/AFP

Sarah Ferguson eða Fergie, fyrrverandi eiginkona Andrésar prins, sendi frá sér tilkynningu í vikunni eftir að fjölmiðlar veltu því fyrir sér hvort hún væri byrjuð aftur með hertoganum af York. Segir talsmaður hennar að hjónin fyrrverandi séu góðir vinir og ekkert hafi breyst í þeim efnum. 

Fergie og Andrés þykja betri vinir en hjón og búa meira að segja í sömu höllinni í Windsor á Englandi. Um síðustu helgi fóru þau saman til Barein á kappakstur ásamt eldri dóttur sinni Beatrice og kærasta hennar. Birti Fergie myndir frá ferðinni á Instagram-síðu sinni. Sjálfur var Andrés í vinnuferð frá mánudegi til miðvikudags en eftir það var hann með dóttur sinni, tengdasyni og fyrrverandi eiginkonu sinni. 

Hjónin fyrrverandi giftu sig árið 1986 og voru skilin að lögum tíu árum seinna. Saman eiga þau prinsessurnar Eugenie og Beatrice. 

Andrés prins.
Andrés prins. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson