Varð þunglynd á hápunkti frægðarinnar

Sophie Turner.
Sophie Turner. mbl.is/AFP

Game of Thrones-stjarnan Sophie Turner opnaði sig í þætti dr. Phil um þunglyndi sem hún glímir við. Segist hún hafa lokað sig af en hún fann fyrst fyrir einkennum þegar hún var 17 ára en þá var hún byrjuð að leika í Game of Thrones-þáttunum. 

Turner byrjaði ung að leika en það var ekki fyrr en hún var komin vel á unglingsaldur að hún byrjaði að finna fyrir áhrifum þess að vera fræg og þunglyndinu. Segir Turner sem er nú 23 ára að samfélagsmiðlar hefðu gert illt verra. Farið var að hægja á brennslunni á unglingsárunum og sá hún athugasemdir um að hún væri að þyngjast, með lélega húð og hún væri léleg leikkona. 

„Ég trúði því bara. Ég sagði bara já ég er með bólur. Já ég er feit. Ég er léleg leikkona,“ sagði Turner við dr. Phil. 

Segir Turner að hún og meðleikkona hennar Maisie Williams hafi gengið í gegnum það sama. Þær hafi ekki átt sér félagslíf og farið út í búð þegar þær áttu frí og borðað mat uppi í rúmi. Segir hún þennan litla félagslega áhuga hluta af einkennum þunglyndisins. Segist hún ekki einu sinni hafa viljað hitta bestu vini sína. Grét hún mikið þegar hún klæddi sig og reyndi að fara út. 

Turner leitaði sér hjálpar og líður betur en þarf þó alltaf að vera meðvituð um veikleika sína. „Stærsta áskorunin er að koma mér fram úr og komast út úr húsi og að læra að elska sjálfa mig er stærsta áskorunin,“ sagði Turner en hún segir unnusta sinn Joe Jonas hafa hjálpað sér mikið að læra að elska sjálfa sig. 

Hér má hlusta á viðtalið í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson