„Ég hef verið í sambandi í þrjú ár“

Frank Ocean.
Frank Ocean. mbl.is/AFP

Íslandsvinurinn Frank Ocean staðfesti í viðtali við Gayletter á dögunum að hann væri í sambandi. Tónlistarmaðurinn opnaði sig um kynhneigð sína sumarið 2012 en hefur lítið vilja tala um einkalífið í fjölmiðlum. Í viðtalinu segist hann vera reyna að koma meira fram í fjölmiðlum. 

Kom óvænt fram í viðtalinu að hann væri í sambandi þegar hann var spurður hvort hann notaði stefnumótaforrit. 

„Ég nota ekki stefnumótaforrit. Ég hef verið í sambandi í þrjú ár. Ég var pottþétt ekki að nota stefnumótaforrit fyrir það. Ég held að ég myndi ekki nota stefnumótaforrit núna,“ segir Ocean meðal annars. Segir hann að hann útloki ekki hugmyndina en það sé erfitt að vera frægur á stefnumótaforriti. 

mbl.is