Drake setti met og þakkaði mömmu

Drake vann til fjölda verðlauna á Billboard-tónlistarhátíðinni.
Drake vann til fjölda verðlauna á Billboard-tónlistarhátíðinni. mbl.is/AFP

Billboard-tónlistarverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á miðvikudaginn í Las Vegas og setti rapparinn Drake verðlaunamet. Drake fékk 12 verðlaun og hefur því samtals fengið 27 Billboard-verðlaun á ferli sínum sem er meira en nokkur annar tónlistarmaður hefur fengið að því er kemur fram á vef BBC

Drake var meðal annars valinn besti listamaðurinn en hann hafði þar betur en Ariana Grande, Post Malone, Travis Scott og sjálf Cardi B sem fékk 21 tilnefningu til verðlaunanna þetta árið í 18 flokkum. 

Drake þakkaði móður sinni sérstaklega í einni ræðu sinni. Þakkaði hann mömmu sinni fyrir að gefast ekki upp á að hjálpa sér. Fékk hún meðal annars hrós fyrir að keyra Drake í píanótíma þegar hann vildi ekki læra á píanó sem og á íþróttaæfingar þegar það var málið. 

„Sama hversu lengi það tók mig að komast að því hvað ég vildi gera, þú varst alltaf til staðar til þess að skutla mér og nú erum við á einu svakalegu ferðalagi,“ sagði Drake og beindi orðum sínum til móður sinnar en ræðuna má sjá hér að neðan. 

Tónlistarkonan Ariana Grande var valin besta tónlistarkonan en rappkonan Cardi B fékk 12 verðlaun á hátíðinni. Hér má sjá lista yfir alla verðlaunahafana. 

Drake á Billboard-tónlistarverðlaununum 2019.
Drake á Billboard-tónlistarverðlaununum 2019. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes