Hugmyndaríkir strákar með mikinn boðskap

Tryggvi Sigurbjarnarson og Siglinde Sigurl Sigurbjarnarson.
Tryggvi Sigurbjarnarson og Siglinde Sigurl Sigurbjarnarson.

„Þessir strákar hafa alltaf verið mjög uppátækjasamir og hugmyndaríkir. Þeim hefur líka verið gefið að koma sínu vel á framfæri eins og þátttaka þeirra núna í Eurovision sýnir best. Þeir eru með mikinn boðskap,“ segir Tryggvi Sigurbjarnarson.

Þau Tryggvi og Siglinde Sigurbjarnarson, sem er þýsk, eru afi og amma þeirra Klemens Nikulássonar Hannigan og Matthíasar Tryggva Haraldssonar sem eru tveir af þremur liðsmönnum Hatara sem keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í kvöld í Tel Aviv.

Klemens er dóttursonur þeirra Tryggva og Siglinde og Matthías sonarsonur. Móðir þess fyrrnefnda er Rán sem er lögfræðingur rétt eins og Haraldur Flosi, faðir Matthíasar. „Frændurnir eru gjörólíkir,“ sagði Tryggvi þegar Morgunblaðið ræddi við þau Siglinde í gær á Hrafnistu í Reykjavík þar sem þau búa.

„Klemens hefur alltaf verið mjög lagtækur og góður í handverki. Matthías Tryggvi er hins vegar mjög hógvær og hefur alltaf átt með sér drauma um að verða skáld. En þrátt fyrir að vera svona eins og hvor úr sinni áttinni hafa þessir strákar náð vel saman og í tímans rás hafa þeir alltaf verið talsvert hjá okkur ömmu sinni og afa.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes