„Mannleg mistök“ - Svíar ofar en Norðmenn

John Lundvik flutti framlag Svía, Too Late For Love.
John Lundvik flutti framlag Svía, Too Late For Love. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mannleg mistök“ leiddu til þess að röng niðurstaða fékkst í útkomu atkvæða dómnefndarhluta Hvíta-Rússlands í úrslitum Eurovision-söngvakeppninnar. Eftir að rétt niðurstaða fékkst fara Svíar upp fyrir Norðmenn í fimmta sætið.

Eins og fram kom á laugardag var öllum full­trú­um Hvíta-Rúss­lands í dóm­nefndinni vísað úr nefnd­inni eft­ir að þeir greindu frá því hvernig at­kvæðum þeirra hafði verið varið í undan­keppn­inni í vik­unni.

Stig dómnefndar Hvíta-Rússlands voru á úrslitakvöldinu reiknuð út frá líkindum annarra landa. Fram kemur í yfirlýsingu EBU [Sam­taka evr­ópskra sjón­varps­stöðva] að mistök hafi orðið við reikninginn.

Norska hljómsveitin KEiiNo á sviðinu í Tel Aviv.
Norska hljómsveitin KEiiNo á sviðinu í Tel Aviv. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þau hafi engin áhrif á niðurröðun fjögurra efstu laganna. Svíar hoppi hins vegar upp fyrir Norðmenn og N-Makedónía fari upp fyrir Aserbaídsjan í sjöunda sætið. 

Íslenska atriðið verður af tveimur stigum við leiðréttan útreikning en heldur sínu tíunda sæti.

Hér að neðan má sjá niðurstöðu tíu efstu laganna eftir leiðréttan útreikning, hvort þau hafi fengið fleiri eða færri stig og hvort sætaniðurröðun þeirra hafi breyst. Upplýsingar eru fengnar af Wiwibloggs:

1. Holland (498 stig) +6 stig
2. Ítalía (472 stig) +7 stig
3. Rússland (370 stig) -1 stig
4. Sviss (364 stig) +4 stig
5. Svíþjóð (334 stig) +2 stig, upp um eitt sæti
6. Noregur (331 stig) -7 stig, niður um eitt sæti
7. N-Makedónía (305 stig) +10 stig, upp um eitt sæti
8. Aserbaídsjan (302 stig) + 5 stig, niður um eitt sæti
9. Ástralía (284 stig) -1 stig
10. ÍSLAND (232 stig -2 stig

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.