Missti tímabundið sjón á öðru auga

Mel B missti sjón á öðru auga tímabundið.
Mel B missti sjón á öðru auga tímabundið. AFP

Kryddpían Mel B missti sjón á öðru auga tímabundið í síðustu viku. Hún leitaði til læknis sem greindi hana með lithimnubólgu á hægra auga og bólgur í æðahjúp á vinstra auga.

Mel B segir í færslu á Instagram að þetta hafi verið hræðileg upplifun og að hún hafi verið hrædd um að ástandið væri verra. Hún segir að þetta sé nokkuð alvarlegt, en hún er komin með augndropa og á lyf sem hún þarf að taka næstu 3-4 mánuði. 

Mel B hefur æft stíft síðustu vikur ásamt hinum liðskonum Kryddpíanna, en þær leggja upp í tónleikaferðalag í lok vikunnar. Ljóst er að augnbólgurnar munu hafa áhrif á tónlistarkonuna meðan á tónleikaferðalaginu stendur, en hún leitar nú að smart augnlepp til að skarta á tónleikaferðalaginu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.