Langaði ekki að lifa eftir að hún varð ungum dreng að bana

Rebecca Gayheart.
Rebecca Gayheart. skjáskot/Instagram

Fyrirsætan og leikkonan Rebecca Gayheart segir í nýlegu viðtali í hlaðvarpsþættinum The Only One in the Room að sig hafi ekki langað til að lifa eftir að hún olli dauða níu ára drengs í bílslysi. 

Atvikið átti sér stað árið 2001 í Los Angeles en Gayheart ók bíl sínum á drenginn með þeim afleiðingum að hann lést af áverkum sínum. Gayheart borgaði allan útfararkostnað. 

Hún var síðar dæmd fyrir manndráp af gáleysi og missti bílprófið í eitt ár, greiddi sekt og þurfti að vinna 750 tíma í samfélagsvinnu. Hún greiddi foreldrum drengsins einnig skaðabætur. 

„Ég vildi bara ekki lifa eftir þetta slys. Ég gat ekki tekist á við þetta allt, þannig að ég eyddi um það bil ári í að drepa mig með slæmum lifnaðarháttum,“ segir Gayheart. 

Hún segist ekki hafa skilið af hverju þetta kom fyrir. „Þetta sneri bara lífi mínu á haus og ég missti trúna á allt, ég spurði Guð, af hverju ég? Af hverju hann?“ segir Gayheart. 

Gayheart lék lítið hlutverk í Beverly Hills 90210 á sínum tíma og hefur einnig farið með smærri hlutverk í Nip/Tuck og Vanished. Hún var gift leikaranum Eric Dane á árunum 2004-2018, en hann er þekktur fyrir að fara með hlutverk dr. McSteamys í læknadramanu Grey's Anatomy.

View this post on Instagram

Tune in to catch @official_cathcartrobbins new podcast The Only One In The Room . I’m her guest on today’s episode ! Link in bio 👆🏼#myfirstpodcast #theonlyoneintheroom #chrysalis

A post shared by Rebecca Gayheart (@rebeccagayheartdane) on May 21, 2019 at 12:09pm PDTmbl.is