Zoë Kravitz gifti sig í laumi

Zoe Kravitz.
Zoe Kravitz. AFP

Leikkonan Zoë Kravitz gifti sig í laumi í vikunni, en hún og unnusti hennar Karl Glusman ætluðu að gifta sig í Frakklandi seinna í sumar. 

Þau eru þó ekki búin að slá brúðkaupið í Frakklandi út af borðinu og verður stór athöfn haldin þar í landi. Talið er að þau hafi ákveðið að gifta sig fyrst í Bandaríkjunum til að hjónabandið sé gilt en samkvæmt frönskum lögum er gifting þar í landi ekki löggjörningur ef hvorugt brúðhjónanna er franskur ríkisborgari. 

Kravitz og Glusman hafa verið í sambandi síðan 2016 og trúlofuðu sig árið 2017. Kravitz er dóttir tónlistarmannsins Lenny Kravitz og leikkonunnar Lisu Bonnet. Kravitz hefur leikið í fjölda kvikmynda og þátta og fer núna með hlutverk í þáttunum Big Little Lies. Glusman er einnig leikari en ferill hans er þó ekki jafn glæsilegur og eiginkonu hans. 

View this post on Instagram

me n ma baby.

A post shared by Zoë Kravitz (@zoeisabellakravitz) on Feb 25, 2019 at 5:07pm PST

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.