Brjáluð út í Marie Kondo

Stal Marie Kondo aðferð Kooperman?
Stal Marie Kondo aðferð Kooperman?

Tiltektardrottningin Linda Koopersmith segir að hin japanska Marie Kondo hafi stolið aðferð hennar við að brjóta saman. Koopersmith er stundum kölluð „The Beverly Hills Organizer“ eða skipuleggjandi Beverly Hills en hún hefur unnið árum saman fyrir frægt fólk og aðstoðað það við að skipuleggja heimili sín. 

Koopersmith sagði í viðtali við slúðurmiðilinn TMZ að það sé sárt að sjá Kondo græða á aðferð sem hún fann upp á fyrir mörgum árum. 

Kondo þekkja margir en hún sló í gegn í þáttum sínum Tidying Up With Marie Kondo á Netflix. Hún hefur einnig gefið út bækur og er einn þekktasti tiltektarsnillingur í heiminum. 

Koopersmith segist hafa sett myndband með aðferðinni á YouTube fyrir mörgum áður og Kondo hafi hermt eftir hennar myndbandi í Netflix-þáttunum. Bæði myndböndin má sjá hér fyrir neðan, en myndband Koopersmith kom inn árið 2009, en Kondo árið 2011.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýir vinir sem þú kynnist eru af því tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða aðstæður sem er.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýir vinir sem þú kynnist eru af því tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða aðstæður sem er.