Opna Ed Sheeran-búð í Kringlunni

Rúmar fimm vikur eru í að stórtónleikar Eds Sheerans fari …
Rúmar fimm vikur eru í að stórtónleikar Eds Sheerans fari fram á Laugardalsvelli. AFP

„Hitinn í samfélaginu er að aukast. Fólk finnur að það styttist í þetta,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live.

Rúmar fimm vikur eru í að stórtónleikar Eds Sheerans fari fram á Laugardalsvelli. Um tvenna tónleika er að ræða, 10. og 11. ágúst. Uppselt er á fyrri tónleikana, 30 þúsund miðar ruku út sem frægt varð, en enn eru lausir miðar í einhver svæði á þá seinni. Ljóst er þó að tugir þúsunda tónlistarunnenda munu fjölmenna í Laugardalinn þessa helgi og því að mörgu að huga í undirbúningi hjá Ísleifi og hans fólki.

Óvæntar uppákomur í búðinni

Eitt af stóru atriðunum sem huga þarf að er afhending miða og staðfestir Ísleifur við Morgunblaðið að farin verði ný leið til að allt gangi sem best fyrir sig.

„Við sögðum þegar miðasalan fór af stað að fólk myndi fá pappírsmiðana sína þremur vikum fyrir tónleikana. Til að geta annað öllum þessum fjölda þurftum við einhverja miðstöð og úr varð að við munum opna verslun í Kringlunni fimmtudaginn 18. júlí. Þetta verður alvöruverslun, ekki bás, þar sem fólk getur nálgast miðana sína og þarna verður líka Ed Sheeran-varningur til sölu. Svo verða auðvitað skemmtiatriði, óvæntar uppákomur og eitthvert stuð þegar nær dregur. Við sendum fljótlega út tilkynningu og póst á alla kaupendur með ítarlegum upplýsingum um allt varðandi miðaafhendinguna og allt fyrirkomulag varðandi miðamál og verslunina.“

Ísleifur B. Þórhallsson hitti Ed Sheeran í Portúgal á dögunum.
Ísleifur B. Þórhallsson hitti Ed Sheeran í Portúgal á dögunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nánar er rætt við Ísleif í Morgunblaðinu í dag, en þar segir hann m.a. frá því þegar tónleikahaldarar hittu Ed Sheeran í Portúgal þar sem hann bað sérstaklega um að íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu yrði boðið á tónleikana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes